Laugavegur 82

About the project

Laga skal aðgengi inn í verslun sem staðsett er á gatnamótum og í töluverðum halla. Þrep inn í verslun er um 15cm en er í halla og telst því meiri þess vegna. Brjóta þarf þrep í burtu og steypa fyrir framan þröskuld.

Setja skal stál frá þröskuldi og yfir steyptan flöt að hellulögn. Passa skal að stál ná það langt inn á þröskuld að vatnsbretti á hurð fari yfir það. Hækka skal hellulögn að inngangi og þarf að byrja Barónstígs megin til að ná flata við hurð, snúningflati 1,5x1,5m. Hæðamunur er tekinn upp mest meðfram húsi en látinn deyja út í hellulagða gangstétt.

Hækka þarf snjóbræðslu samhliða. Nýta skal að mestu eldri hellur en setja nýjan stein 10x20x8cm svartan meðfram húsi og fyrir framan inngang ef með þarf. Hönnuður og verktaki fara yfir lausn í sameiningu.

Drawings

image

Images

Before construction

image

After construction

image