1. júní 2021

Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur

Fundargerð 1. júní 2021

Fundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu. Fundurinn hófst kl. 14.15. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.

  1. Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 11. maí lögð fram til samþykktar.
  2. Samþykkt.

  3. Viðaukasamningur við verktaka
  4. Viðaukasamningur samþykktur.

  5. Endurskoðuð verkáætlun - 100 rampar fyrir 10 mars 2022
  6. 25 rampar hafa verið kláraðir. Stefnt er að 50 römpum fyrir lok júní.

    Ósk vinnur að endurskoðun verkáætlunar.

  7. Samfélagsmiðlar
  8. Haukur Hákon er byrjaður að nota samfélagsmiðla verkefnisins.

    Skipulögð verða lítil viðtöl á næstu vikum sem munu fara inn á samfélagsmiðlana.

    Ósk heyrir í Hjálmtýri Heiðdal vegna upptöku frá Kokku.

  9. Skipulagsskrá og verkefni tengd henni
  10. Skipulagsskrá er væntanleg frá sýslumanni í lok næstu viku.

  11. Samtal við Blindrafélagið
    1. Ósk bókar fund með Blindrafélaginu.
  12. Önnur mál.
    1. Umsóknir í aðgengissjóðinn
    2. Umsókn EAG ehf. hafnað að sinni með vísan í verklagsreglur sjóðsins.
    3. Stjórn sjóðsins óskar eftir mynd frá Profil Optik áður en umsóknin er afgreidd.
    4. Umsókn Gallerí Foldar hafnað að sinni með vísan í verklagsreglur sjóðsins.
    5. Stjórn sjóðsins óskar eftir mynd af inngangi frá Gullkúnst / Tiger.
    6. Stjórn sjóðsins óskar eftir mynd af inngangi frá 38 þrepum.
    7. Umsókn Svipmynda ehf. hafnað að sinni með vísan í verklagsreglur sjóðsins.
    8. Starfsmanni sjóðsstjórnar falið að svara ofangreindum umsóknum.

      Samþykkt.

Fundi slitið kl. 15.28

Þorleifur Gunnlaugsson

Ósk Sigurðardóttir

Þorkell Heiðarsson