Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur
Fundargerð 11. maí 2021
Fundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu. Fundurinn hófst kl. 14.45. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
- Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 4. maí lögð fram til samþykktar.
- Umsóknir í sjóðinn.
- Samningur við verktaka
- Endurskoðuð verkáætlun - 100 rampar fyrir 10 mars 2022.
- Samfélagsmiðlar
- Skipulagsskrá og verkefni tengd henni
- Samvinna við Deloitte og söfnun framlaga frá stofnendum í sjóðinn
- Önnur mál
- Minjagripir (rampur) til stofnenda og annarra styrktaraðila.
- Stjórn mun í næstu viku fara á þá staði þar sem verki er lokið og afhenda rekstraraðila merki átaksins Römpum upp Reykjavík og líma merki þess í glugga.
Samþykkt.
Fjallað var um umsóknir frá Harklinikken á Laugavegi 15 og Svipmyndum ehf. við Hverfisgötu 50.
Umsókn Harklinikken samþykkt.
Ritara falið að óska eftir myndum af inngangi við Svipmyndir ehf. á Hverfisgötu.
Samkomulag við verktakann Stjörnugarðar ehf. er samþykkt.
Verktakinn klárar í vikunni 9 rampa af þeim sem samþykktir voru á síðasta fundi stjórnar Aðgengissjóðs ofarlega á Laugavegi. Í fyrsta áfanga sem klárast á morgun eru Laugavegur 96, 95 (2 rampar), 86-94 (5 rampar) og 85.
Í áfanga 2 sem er samþykktur af stjórn eru: Laugavegur 38, 40 (2 rampar), 41, 48, 56, 60a, 70, 72, 76, 78, 82 og 84.
Ósk falið að breyta verkáætluninni út frá samkomulaginu sem gert hefur verið við Stjörnugarða ehf. Endurskoðuð verkáætlun verður skoðuð á næsta fundi.
Verið að kanna möguleika á sumarráðningu starfsmanns í tengslum við samfélagsmiðla verkefnisins.
Ósk verður í sambandi við þá aðila sem eiga eftir að greiða framlög í sjóðinn. Enn eiga nokkrir aðilar eftir að greiða framlög í sjóðinn og staðfesta skuldaviðurkenningu. Verður klárað í vikunni.
Búið er að hanna litla minjagripi fyrir stofnendur og aðra styrktaraðila sjóðsins.
Fundi slitið kl. 15.43
Þorleifur Gunnlaugsson
Ósk Sigurðardóttir
Þorkell Heiðarsson