12. október 2021

Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur

Fundargerð 12. október 2021

Fundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Fundurinn hófst kl. 14.10. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.

 1. Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 5. október 2021 lögð fram til samþykktar.
 2. Samþykkt.

 3. Fjárhags- og verkefnastaða verkefnisins.
 4. 88 rampar hafa verið greiddir og 90% af kostnaði vegna hönnunar. Tæpar 22 m.kr. standa eftir af fjármagni sjóðsins. Auk 5 m.kr. inneignar frá Byko.

  Þeir rampar sem eftir standa eru margir flóknir og kostnaðarsamir auk þess sem það á eftir að lagfæra nokkra rampa og varúðarmerkja aðra.

 5. Blaðamannafundur vegna loka verkefnisins.
 6. Ingvar Sverrisson frá Aton JL tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Búið er að festa Tjarnarsal Ráðhússins fyrir viðburðinn.

  Þorleifur og Þorkell finna möguleg skemmtiatriði.

  Talað verður við forseta, forsætisráðherra, félagsmálaráðherra, borgarstjóra og Harald Þorleifsson varðandi ræðuhöld á blaðamannafundinum.

 7. Afhending „mini rampa“ og límmiða.
 8. „Mini rampar“ og límmiðar eru tilbúnir. Ósk og Þorkell afhenda rampana og límmiðana til þeirra sem eiga eftir að fá þá á næstu tveimur vikum.

 9. Umsóknir um rampa
  1. Járn og gler hf., Skútuvogi 1h.
  2. Umsókn hafnað að sinni með vísan í forgangsröðun sem tilgreind er í verklagsreglum sjóðsins.

  3. Center Hotels, Laugavegi.
  4. Umsókn hafnað að sinni með vísan í forgangsröðun sem tilgreind er í verklagsreglum sjóðsins.

  5. Brikk, Mýrargötu 31.
  6. Vísað til hönnuðar til skoðunar. Hurðaopnun er ekki meðal þeirra verkefna sem sjóðurinn sinnir að sinni.

   Varaformaður finnur út hvaða verkefni hafa verið send til hönnuðar og ekki fengið svar enn.

 10. Samkomulag við Byko og reikningsskil vegna þeirra sem lögðu verkefninu til annað en peninga – ÍAV, Brandenburg og Aton JL.
 11. Samkomulag við Byko í höfn. UENO kaupir inneign af Aðgengissjóði Reykjavíkur og leggur upphæðina til baka inn á reikning Aðgengissjóðsins.

  Póstar farnir til þeirra aðila sem lögðu verkefninu lið með vinnuframlagi með beiðni um að þau skili reikningum fyrir vinnuframlaginu.

 12. Fundur með Deloitte – reikningslegt uppgjör sjóðsins.
 13. Fundur stjórnar með Deloitte mánudaginn 18. október kl. 9.

 14. Önnur mál
 15. Engin önnur mál voru rædd.

Fundi slitið kl. 15.41

Þorleifur Gunnlaugsson

Ósk Sigurðardóttir

Þorkell Heiðarsson