Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur
Fundargerð 13.apríl 2021
Fundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu og í fjarfundi. Fundurinn hófst kl. 12.00. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
- Rætt um skipulagsskrá.
- Verklagsreglur/starfsreglur stjórnar.
- Kokka
- Kortlagning USK á stöðum þar sem hægt er að bjóða húseigendum aðgengislausnir.
- Tilhögun þess að hafa samband við húseigendur og þeim boðið að sækja um í sjóðinn.
- Umsóknir í sjóðinn. Umræða
- Samvinna við USK. Umræða
- Samvinna við HMS
- Val á verktökum og hönnuðum
- Samfélagsmiðlar og rampaverkefnið Lögð áhersla á að samfélagsmiðlar tengdir verkefninu séu virkir. Ósk kannar möguleika á aðila til að sinna samfélagsmiðlum tengdum verkefninu.
- Samvinna við Deloitte og söfnun framlaga frá stofendum í sjóðinn.
- Önnur mál
Jakob Frímann bætist við sem stofnaðili. Ósk hefur samband við Deloitte varðandi nauðsynlegar breytingar á skipulagsskrá varðandi það og fleira.
Þorleifur safnar saman ábendingum varðandi drög að starfsreglunum. Stefnt að því að klára verklagsreglur stjórnar í vikunni.
Vígsla á fyrsta rampi frestast til föstudags kl. 13.15
Margrét Lilja vígir rampinn. Borgarstjóri og félagsmálaráðherra halda stutt erindi.
Tómas lætur aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar vita af athöfninni.
USK búið að láta vita af nokkrum stöðum sem eru með þröskulda undir 15 cm og tekur saman lista yfir húseigendur á Laugavegi.
Jakob Frímann aðstoðar við að hafa samband við húseigendur á Laugavegi.
Þorleifur sendir áfram á stjórnina lista yfir húseigendur á Laugavegi.
Þorleifur átti fund með HMS. Velvild þaðan gagnvart verkefninu.
Val á verktökum í bið framyfir reynslu af framkvæmd við fyrsta ramp.
Hönnuður sem Þorleifur hefur fundið yrði fenginn til að hanna, mæla og hæðarsetja rampa. Fylgist einnig með verkinu og tekur það út.
Formanni falið að semja við við hönnuð.
Ósk hefur rætt við Deloitte. Útbúin verður skuldaviðurkenning sem stofnaðilar skrifa undir. Prókúra útbúin hjá Kviku.
Uppfærsla á skráningu stofnaðila. Unnið á fundinum.
Fundi slitið kl. 13.01
Þorleifur Gunnlaugsson
Ósk Sigurðardóttir
Þorkell Heiðarsson