Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur
Fundargerð 2. nóvember 2021
Fundurinn var haldinn á Hafnartorgi 3. hæð og hófst kl. 14:00. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson, sem ritaði fundargerð.
- Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 26. október 2021 lögð fram til samþykktar.Fundargerð samhljóða samþykkt.
- Fjárhags- og verkefnastaða verkefnisins.Lokareikningur var að berast frá Stjörnugörðum. Núverandi staða sjóðsins rúmlega 19 mkr. Gerð 100 rampa er nú lokið.
- Afhending „mini rampa“ og límmiða.Gjaldkeri og varaformaður tóku rispu í afhendingu rampa s.l. þriðjudag. Á eftir að afhenda 10-15 rampa. Verður gert í vikunni.
- Umsóknir um rampa.Engar nýjar umsóknir hafa borist.
- Reikningsskil vegna þeirra sem lögðu verkefninu til annað en peninga – ÍAV, Brandenburg og Aton JL. Gjaldkeri fer yfir samskipti sín við starfsmenn Deloitte vegna framlaga þeirra sem lögðu til vinnu vegna verkefnisins en ekki fé. Beðið eftir frekari skýringum.
- Skýrsla stjórnar og vefurinn.Farið yfir drög að skýrslu stjórnar.
- Önnur mál.Frestað
Fundi slitið kl. 15:30
Þorleifur Gunnlaugsson
Ósk Sigurðardóttir
Þorkell Heiðarsson