2. nóvember 2021

Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur

Fundargerð 2. nóvember 2021

Fundurinn var haldinn á Hafnartorgi 3. hæð og hófst kl. 14:00. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson, sem ritaði fundargerð.

  1. Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 26. október 2021 lögð fram til samþykktar.Fundargerð samhljóða samþykkt.
  2. Fjárhags- og verkefnastaða verkefnisins.Lokareikningur var að berast frá Stjörnugörðum. Núverandi staða sjóðsins rúmlega 19 mkr. Gerð 100 rampa er nú lokið.
  3. Afhending „mini rampa“ og límmiða.Gjaldkeri og varaformaður tóku rispu í afhendingu rampa s.l. þriðjudag. Á eftir að afhenda 10-15 rampa. Verður gert í vikunni.
  4. Umsóknir um rampa.Engar nýjar umsóknir hafa borist.
  5. Reikningsskil vegna þeirra sem lögðu verkefninu til annað en peninga – ÍAV, Brandenburg og Aton JL. Gjaldkeri fer yfir samskipti sín við starfsmenn Deloitte vegna framlaga þeirra sem lögðu til vinnu vegna verkefnisins en ekki fé. Beðið eftir frekari skýringum.
  6. Skýrsla stjórnar og vefurinn.Farið yfir drög að skýrslu stjórnar.
  7. Önnur mál.Frestað

Fundi slitið kl. 15:30

Þorleifur Gunnlaugsson

Ósk Sigurðardóttir

Þorkell Heiðarsson