20. ágúst 2021

Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur

Fundargerð 20. ágúst 2021

Fundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Fundurinn hófst kl. 13.41. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson og Ósk Sigurðardóttir. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.

  1. Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 22. júní 2021 lögð fram til samþykktar.
  2. Samþykkt.

  3. Fjárhagsleg staða verkefnisins.
  4. Greiðslur til hönnuðar hafa hingað til numið 4.197.648 sem er 65% af heildarkostnaði sem fer til hennar.

    Greiðslur til Stjörnugarða hafa hingað til numið 7.525.500 og er það fyrir 78 rampa.

    Greiðslur fyrir álplötur í hurðarop til Hólmsteins Brekkan hafa numið 154.882 kr.

    Greiðslur til Birgis Jóakimssonar hafa numið 500.000 kr.

    25 m.kr. standa eftir af reikningi sjóðsins þegar útistandandi reikningar hafa verið greiddir auk 5 m.kr. hjá Byko í úttekt á vörum.

  5. Verkáætlun - 100 rampar fyrir 10 mars 2022 og staðir sem stjórn leggur áherslu á að klárist fyrir lok átaksins.
  6. 78 römpum er lokið. 5-7 römpum hefur verið hafnað undanfarið. Verið er að vinna að næstu 20 römpum upp í 100.

  7. Afhending „mini rampa“ og límmiða.
  8. Ákveðið að afhenda „mini rampa“ og límmiða þann 26. ágúst kl. 14.

  9. Vakin athygli á rampi nr. 80 á samfélagsmiðlum.
  10. Samþykkt að fagna rampi nr. 80 á samfélagsmiðlum með viðeigandi hætti.

  11. Umsóknir um rampa
  12. a)Omnom

    Vísað til hönnuðar til skoðunar.

    b)Kramhúsið

    Vísað til hönnuðar til skoðunar. Húseigandi þarf að tryggja að gerðar séu ráðstafanir til að aðgengi inni í húsinu sé í lagi.

    c)Bíó Paradís

    Umsókn hafnað að sinni með vísan í forgangsröðun verkefnisins og að ekki sé nú unnið að því að gera rampa innandyra. Hugsanlega gæti stjórn sjóðsins veitt aðstoð varðandi hönnun á römpum.

    d)Gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar

    Vísað til hönnuðar til skoðunar.

    e)Nola

    Hafnað að sinni með vísan í forgangsröðun verkefnisins.

    f)Maikai

    Vísað til hönnuðar til skoðunar.

  13. Önnur mál
    1. Úttekt Public house/samvinna við Eflu - (Handrið 3 – 500.000 kr)
    2. Samþykkt að fylgja leiðbeiningum í úttektarskýrslu frá Eflu á rampinum með litun á kantsteinum.

    3. Samþykkt að leitast við að fá Eflu til að taka út alla rampa sem unnir hafa verið í verkefninu.
    4. Styrkur frá Ölgerðinni
    5. Stjórnin fagnar styrk frá Ölgerðinni. Gjaldkera falið að svara erindinu.

    6. Samkomulag við Birgi Jóakimsson
    7. Fyrirliggjandi samkomulag við Birgi Jóakimsson samþykkt vegna aðstoðar við hönnuð og verktaka og vegna utanumhalds um gögn skv. samningi.

    8. Ársskýrsla
    9. Stjórn samþykkir að útbúin verði ársskýrsla þar sem farið er yfir verkefnið í heild sinni.

    10. Samkomulag við Stjörnugarða
    11. Stjórn samþykkir að framlengja samkomulag við Stjörnugarða upp í 100 rampa á sömu forsendum og fyrri samningur.

    12. Styrktarlína á heimasíðuna
    13. Stjórn samþykkir að unnið verði áfram að undirbúningi styrktarlínu á heimasíðu verkefnisins.

Fundi slitið kl. 15.39

Þorleifur Gunnlaugsson

Ósk Sigurðardóttir

Þorkell Heiðarsson