20. október 2021

Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur

Fundargerð 20. október 2021

Fundurinn var haldinn á Tryggvagötu 18a. Fundurinn hófst kl. 13.26. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.

 1. Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 12. október 2021 lögð fram til samþykktar.
 2. Samþykkt.

 3. Fjárhags- og verkefnastaða verkefnisins.
 4. Þegar er búið að greiða hönnuði að fullu fyrir þá rampa sem voru í 100 rampa verkefninu. Búið er að greiða Stjörnugörðum um 90% af heildarkostnaði. Um 26 m.kr. eru eftir í sjóðnum. Hins vegar á eftir að klára nokkra kostnaðarsamari rampa.

 5. Afhending „mini rampa“ og límmiða.
 6. Verður klárað 25. og 26. október.

 7. Umsóknir um rampa.
  1. Irishman Pub, Klapparstíg 27.
  2. Vísað til hönnuðar til skoðunar.

 8. Samkomulag við Byko og reikningsskil vegna þeirra sem lögðu verkefninu til annað en peninga – ÍAV, Brandenburg og Aton JL.
 9. Samkomulag við Byko um að UENO kaupi af þeim framlagið sem er í formi úttektar og upphæðin renni í Aðgengissjóðinn. Reikningsskil vegna þeirra sem lögðu verkefninu til annað en peninga – ÍAV, Brandenburg og Aton JL, er í skoðun hjá gjaldkera og Deloitte.

 10. Fundur með Deloitte – reikningslegt uppgjör sjóðsins.
 11. Árshlutareikningur verður tilbúinn hjá Deloitte fyrir 1. nóvember.

 12. Önnur mál.
 13. Rætt um tæknimál vegna blaðamannafundar 5. nóvember.

Fundi slitið kl. 14.00

Þorleifur Gunnlaugsson

Ósk Sigurðardóttir

Þorkell Heiðarsson