Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur
Fundargerð 20. október 2021
Fundurinn var haldinn á Tryggvagötu 18a. Fundurinn hófst kl. 13.26. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
- Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 12. október 2021 lögð fram til samþykktar.
- Fjárhags- og verkefnastaða verkefnisins.
- Afhending „mini rampa“ og límmiða.
- Umsóknir um rampa.
- Irishman Pub, Klapparstíg 27.
- Samkomulag við Byko og reikningsskil vegna þeirra sem lögðu verkefninu til annað en peninga – ÍAV, Brandenburg og Aton JL.
- Fundur með Deloitte – reikningslegt uppgjör sjóðsins.
- Önnur mál.
Samþykkt.
Þegar er búið að greiða hönnuði að fullu fyrir þá rampa sem voru í 100 rampa verkefninu. Búið er að greiða Stjörnugörðum um 90% af heildarkostnaði. Um 26 m.kr. eru eftir í sjóðnum. Hins vegar á eftir að klára nokkra kostnaðarsamari rampa.
Verður klárað 25. og 26. október.
Vísað til hönnuðar til skoðunar.
Samkomulag við Byko um að UENO kaupi af þeim framlagið sem er í formi úttektar og upphæðin renni í Aðgengissjóðinn. Reikningsskil vegna þeirra sem lögðu verkefninu til annað en peninga – ÍAV, Brandenburg og Aton JL, er í skoðun hjá gjaldkera og Deloitte.
Árshlutareikningur verður tilbúinn hjá Deloitte fyrir 1. nóvember.
Rætt um tæknimál vegna blaðamannafundar 5. nóvember.
Fundi slitið kl. 14.00
Þorleifur Gunnlaugsson
Ósk Sigurðardóttir
Þorkell Heiðarsson