Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur
Fundargerð 20.apríl 2021
Fundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu. Fundurinn hófst kl. 15.00. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
- Fundargerðir stjórnar Aðgengissjóðs frá 6. apríl 2021 og 14. apríl 2021 lagðar fram til samþykktar
- Lilja Kristín Ólafsdóttir, landslagsarkitekt, tekur sæti á fundinum.
- Val á hönnuði
- Val á verktökum
- Kortlagning USK á stöðum þar sem hægt er að bjóða húseigendum aðgengislausnir
- Tilhögun þess að hafa samband við húseigendur og þeim boðið að sækja um í sjóðinn
- Umsóknir í sjóðinn
- Samvinna við USK. Umræða
- Samvinna við HMS. Umræða
- Verklagsreglur stjórnar og stöðluð svör við umsóknum
- Lilja Kristín Ólafsdóttir víkur af fundinum.
- Skipulagsskrá og verkefni tengd henni
- Samvinna við Deloitte og söfnun framlaga frá stofnendum í sjóðinn
- Önnur mál
Samþykkt.
Stjórn Aðgengissjóðs samþykkir samkomulag formanns við Lilju Kristínu Ólafsdóttur vegna hönnunar á römpum fyrir verkefnið.
Þorleifi, Þorkeli og Lilju falið að hefja viðræður við þá verktaka sem koma til greina í að taka að sér verkefnið að öllu leyti eða annars að hluta.
Er í vinnslu. USK er búið að kortleggja stóran hluta af Laugaveginum.
Stjórnin skiptir þessu verkefni á milli sín út frá lista yfir húseigendur. Jakob Frímann aðstoðar í þessu verkefni.
Ósk setur upp Docs/Excel skjal með yfirliti yfir allar umsóknir þar sem allir geta séð stöðu umsóknar og hvort og hvernig þeim hafi verið svarað.
Ósk tekur að sér að lagfæra skjalið út frá athugasemdum stjórnar.
Ósk hefur samband við Brandenburg varðandi að setja verklagsreglur stjórnar á heimasíðu verkefnisins.
Skipulagsskrá, stofnfundargerð og tilkynning um breytingu á stjórn sjálfseignarstofnunar undirrituð af stjórn á fundinum.
Deloitte er að undirbúa skuldarviðurkenningarblöð fyrir þá sem leggja fram stofnframlag í formi vinnu og efnis.
Deloitte mun afhenda stjórn Aðgengissjóðsins yfirlit yfir vörslureikning stofnunarinnar, sem staðfestir innborgað stofnfé.
Ósk sendir lokaútgáfu af stofnskrá sjóðsins á Deloitte.
Engin önnur mál tekin til umfjöllunar.
Þorleifur Gunnlaugsson
Ósk Sigurðardóttir
Þorkell Heiðarsson