22. júní 2021

Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur

Fundargerð 22. júní 2021

Fundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Fundurinn hófst kl. 14.18. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.

  1. Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 8. júní lögð fram til samþykktar.
  2. Samþykkt.

  3. Skipulagsskrá og greiðsla reikninga
  4. Unnarstígur ehf. greiddi fyrstu laungagreiðslu til hönnuðar og verktaka þar sem ekki var kominn bankareikningur og kennitala.

    Ósk gengur frá því að launagreiðslurnar verði endurgreiddar til Unnarstígs ehf.

  5. Vígsla fimmtugasta rampsins og verkefni tengd henni.
  6. Gjaldkeri og ritari sjá um að útvega veitingar og blöðrur fyrir vígsluathöfnina.

    Ritari útvegar auka starfsfólk til þess að setja upp blöðrur og aðstöðu á svæðinu.

    Gjaldkeri gerir viðburð á facebook og kannar möguleika á að kosta auglýsingu fyrir viðburðinn á facebook.

  7. Umsóknir um rampa.
  8. Umsókn ET fasteigna vísað til hönnuðar til skoðunar.

    Starfsmanni stjórnar falið að svara umsókninni.

  9. Staðir sem stjórn leggur áherslu á að klárist fyrir lok átaksins.
    1. Í ljósi þess að meirihluti þeirra staða sem hafa fengið ramp hingað til í verkefninu hafa verið verslanir, leggur stjórn Aðgengissjóðsins áherslu á að unnið verði að því að bæta aðgengi að eftirtöldum veitingastöðum og börum sem tilheyra forgangssvæðum verkefnisins. Þetta er mikilvægt í því skyni að draga úr félagslegri einangrun fatlaðs fólks á ýmsum sviðum samfélagsins.

    2. Laundromat
    3. B5
    4. Sólon
    5. Prikið
    6. Italia
    7. Kaffibarinn
    8. Mat Bar
    9. Kaldi
    10. Public house
    11. Sand bar
    12. Rossopomodoro
    13. Hraðlestin
    14. Austur indíafélagið
    15. Bravó
    16. Salka Valka
    17. Cafe Babalu
    18. Bodega
    19. Sjávargrillið
    20. Mokka
    21. Eldur Ís
    22. Apotek
    23. Skuggabaldur
  10. Endurskoðuð verkáætlun - 100 rampar fyrir 10. mars 2022
  11. Gjaldkeri er að vinna að uppfærðri verkáætlun.

  12. Önnur mál
  13. Formaður sjóðsstjórnar fer erlendis 25. júní og kemur til baka 6. júlí. Á meðan er varaformaður hlutverki formanns sjóðsstjórnar.

Fundi slitið kl. 15.39

Þorleifur Gunnlaugsson

Ósk Sigurðardóttir

Þorkell Heiðarsson