22. september 2021

Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur

Fundargerð 22. september 2021

Fundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Fundurinn hófst kl. 09.10. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.

  1. Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 7. september 2021 lögð fram til samþykktar.
  2. Samþykkt.

  3. Fjárhagsleg staða verkefnisins.
  4. Fjárhagsleg staða á áætlun.

  5. Verkáætlun.
  6. Lokið verði við 100 rampa fyrir 31. október 2021.

  7. Afhending „mini rampa“ og límmiða.
  8. Verið er að framleiða fleiri „mini rampa“ og límmiða sem verða afhentir þegar því er lokið.

  9. Umsóknir um rampa
    1. Iðnó, Vonarstræti 3
    2. Erindinu er vísað frá en málið er þegar í vinnslu hjá aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar.

    3. Reykjavík Ink, Frakkastíg 7
    4. Umsókn er hafnað þar sem í forgangi eru verkefni þar sem hurðarop eru að lágmarki 80 cm sem er í samræmi við byggingareglugerð og verklagsreglur Aðgengissjóðsins.

    5. Mónópólí ehf., Njálsgötu 64
    6. Umsókninni er vísað til hönnuðar. Búið er að teikna þá rampa sem stendur til að framkvæma. Mögulega verða gerðir fleiri rampar síðar og gæti verkefnið því mögulega komið til greina síðar.

    7. Barnaheill, Fákafeni 9
    8. Umsókn hafnað með vísan í forgangsröðun Aðgengissjóðsins skv. verklagsreglum.

    9. Félagsheimili Sósíalista og Vorstjörnunnar, Bolholti 6
    10. Umsókninni er vísað til hönnuðar. Búið er að teikna þá rampa sem stendur til að framkvæma. Mögulega verða gerðir fleiri rampar síðar og gæti verkefnið því mögulega komið til greina síðar.

  10. Samkomulag við Byko
  11. Í undirbúningi er að klára yfirlýsingu vegna kaupa á inneign í Byko.

  12. Samkomulag við Eflu.
  13. Efla hefur boðist til að styrkja átakið með 100 tíma vinnu sérfræðinga sem jafngildir 2,1 m.kr. og verður því getið á heimasíðu verkefnisins.

  14. Skýrsla vegna verkloka
  15. Skýrsla vegna verkloka er í vinnslu.

  16. Fundur með Deloitte og verkefni tengd verklokum
  17. Stefnt á lokaathöfn í byrjun nóvember, helst í Iðnó. Í sama dúr og þegar verkefninu var ýtt úr vör 11. mars sl., helst í Iðnó. Formanni falið að ræða við Atón um tillögur að nánari útfærslu.

    Formaður og gjaldkeri Aðgengissjóðs áttu fund með þremur æðstu stjórnendum Deloitte um verkefnið. Ákveðið var að þessir aðilar ættu annan fund um miðjan nóvember með það að markmiði að klára bókhald og endurskoðun reikninga sem og ársreikning fyrir ársskýrsluna.

    Ritari tekur saman allar fundargerðir í eitt skjal.

  18. Önnur mál
  19. Engin önnur mál voru rædd.

Fundi slitið kl. 10.39

Þorleifur Gunnlaugsson

Ósk Sigurðardóttir

Þorkell Heiðarsson