23. mars 2021

Mætt: Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Anna Kristinsdóttir. Þorkell Heiðarsson boðar forföll. Þorleifur ritar fundargerð

Dagskrá;

1.Verkaskipting í nefndinni:

Stjórn skiptir með sér verkum. Formaður er  Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi Haraldar Þorleifssonar, gjaldkeri, Ósk Sigurðardóttir, fulltrúi Sjálfsbjargar og meðstjórnandi, Þorkell Heiðarsson, fulltrúi Reykjavíkurborgar.

2.Fastur fundartími og fundarstaður:

Fundað verður, amk til að byrja með, vikulega. Þriðjudagar kl. 14.00-16.00 í fundarherbergi Sjálfsbjargar, Hátúni. Ósk tekur frá herbergi.

3.Skipulagsskrá:

Anna les upp breytingartillögur Sýslumanns á skipulagsskrá. Þorleifur óskar eftir að fá athugasemdirnar, breytingartillögur á skipulagsskrá og verklagsreglum sendar á nefndina.

4. Fjárhagslegt utanumhald Bókhald og greiðslur- Opið bókhald?

Reykjavíkurborg biðst undan því að halda utan um bókhald, eins og fyrirhugað hafði verið. Haraldur er að vinna að því að fá einkaaðila til að sjá um bókhald og endurskoðun. Ósk mun síðan vera í nánu samstarfi við þann aðila og sér m.a. um að greiða reikninga. Umræður urðu um opið bókhald og mun það væntanlega verða unnið með endurskoðenda.

5.Forgangsröðun verkefna- gátlisti.

Ákveðið að gera gátlista og flokkun eftir svæðum og kostnaði.  Anna mun vinna slíkan gátlista. Svæði a, b, c ..., Flokkun eftir kostnaði - a, b, c ...

6.Úttekt á svæðinu með tilliti til aðgengis.

Anna kynnir hugmynd um að ráða sumarstarfsfólk í slíka úttekt. Umræða um að úttektin þurfi að fara fram fyrir sumarið.

7.Svæði sem borgin gerir aðgengileg, bráðlega

Umræða um áætlanir borgarinnar

8.Ferli umsókna og afgreiðsla umsókna

Ósk mun vinna slíka ferla. Þarf að skoða svæðið, mat á flokki a-b-c, verktaki eða annað. Vantar upplýsingar um þá ferla sem Borgin setur í gang varðandi verkefnið.

9.Umsóknir sem hafa borist.

Kokka. Páll í samráði við Þorleif setur umsókn til sviðsstjóra USK með áherslu á að verkið gangi fljótt fyrir sig.

Vesturgata. Anna óskar eftir ítargögnum.

Anna draftar upp stöðluð svör við umsóknum.

Hornið: Fer sennilega í flokk c vegna kostnaðar

10.Samvinna við skipulagsyfirvöld

Umræða

11. Val á verktökum og hönnuðum

Búið að ræða við 3 aðila. GG og Kappar- 50 til 100 manna fyrirtæki. GSG með mun færri fasta starfsmenn. Ákveði að fara þess á leit við IAV að þeir byggi fyrsta rampinn en hluti þeirra framlags í sjóðinn vinna.

12.Samvinna HMST.

Þorleifur biður um fund.

13.Önnur mál:

  • Ósk mun stofna Facbook síðu vegna aðgengissjóðs og vinna að frekari tengingu okkar við samfélagsmiðla.
  • Anna mun setja upp dropbox þar sem stjórn getur unnið með gögn.
  • Ósk og Þorleifur búa til gmail til að nota í verkefnum sínum í sjóðnum og fá sendar þangað umsóknir. Þorleifur var síðan búin að útbúa netfangið rampur.reykjavik@gmail.com.

Fundi slitið kl. 16.15