Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur
Fundargerð 26. október 2021
Fundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarheimilinu, Hátúni 12. Fundurinn hófst kl. 14.24. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir, Þorkell Heiðarsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
- Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 26. október 2021 lögð fram til samþykktar.
- Fjárhags- og verkefnastaða verkefnisins.
- Afhending „mini rampa“ og límmiða.
- Umsóknir um rampa.
- Reikningsskil vegna þeirra sem lögðu verkefninu til annað en peninga – ÍAV, Brandenburg og Aton JL.
- Blaðamannafundur og verkefni frá vinnufundi sl. miðvikudag. Umræða.
- Önnur mál.
Samþykkt.
Fjárhagsstaða óbreytt frá síðasta fundi. 98 römpum verður lokið í þessari viku og 100 rampa verkefninu verður lokið fyrir 5. nóvember. Stefnt er að því að klára að mála og setja varúðarhnappa fyrir sjónskerta á sjö rampa fyrir 5. nóvember.
Klárað að afhenda „mini rampa“ og límmiða fyrir rúmlega 90 rampa á morgun, fimmtudag.
Engin ný umsókn hefur borist frá síðasta fundi, 20. október.
Að gefnu tilefni gefur stjórn Aðgengissjóðsins út þá yfirlýsingu til þeirra stofnenda sem lagt hafa til vinnu að ekki verði gerð krafa um að þeir muni bera kostnað af því.
Samþykkt.
Engin önnur mál voru rædd.
Fundi slitið kl. 15.14
Þorleifur Gunnlaugsson
Ósk Sigurðardóttir
Þorkell Heiðarsson