Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur
Fundargerð 27.apríl 2021
Fundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu. Fundurinn hófst kl. 14.13. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
- Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 20. apríl lögð fram til samþykktar.
- Samþykkt.
- Vinna við hönnun aðgengislausna. Umræða.
- Í vinnslu.
- Val á verktökum. Umræða.
- Er í vinnslu. Búið að gera verðkönnunargögn.
- Áframhaldandi kortlagning USK á stöðum þar sem hægt er að bjóða húseigendum aðgengislausnir.
- Er í vinnslu. Gögn komin um Laugaveg frá Snorrabraut og niður í Bankastræti. Önnur svæði eru í vinnslu hjá USK í takti við forgangsröðun stjórnar.
- Tilhögun þess að hafa samband við húseigendur og þeim boðið að sækja um í sjóðinn eða samvinna við eigendur/rekstaraðila um framkvæmdir á borgarlandi.
- Þorleifur er búinn að finna einstakling sem safnar saman í eitt skjal öllum gögnum um verslunarhúsnæði og eigendur þess á Laugavegi.
- Umsóknir í sjóðinn.
- Tekin voru fyrir erindi frá Horninu, Rakarastofu Ragnars og Harðar og Tryggvagötu 16. Fundarritara falið að tilkynna umsækjendum um að umsóknunum sé hafnað að sinni á grundvelli forgangsröðunar stjórnar aðgengissjóðs.
- Fundarritari óskar eftir nánari upplýsingum frá Laugavegi 15.
- Samvinna við USK. Umræða.
- Samvinna við HMS. Umræða.
- Ekkert nýtt hefur komið í ljós milli funda.
- Heimasíða verkefnisins.
- Rætt um að setja inn verkferla fyrir umsækjendur og fara yfir framsetningu á styrktaraðilum á heimasíðunni (logo).
- Samfélagsmiðlar.
- Skipulagsskrá og verkefni tengd henni.
- Samband við stofnaðila sjóðsins.
- Samvinna við Deloitte og söfnun framaga frá stofnendum í sjóðinn.
- Samþykkt.
- Önnur mál.
Þorleifur kemur Ósk í samband við einstakling sem kemur til greina við að halda utan um efni á samfélagsmiðlum.
Búið að senda bréf á stofnaðila varðandi innborgun í sjóðinn.
Ákveðið að gjaldkeri og formaður biðji um fund með Deloitte.
Engin önnur mál voru rædd á fundinum.
Fundi slitið kl. 15.27
Þorleifur Gunnlaugsson
Ósk Sigurðardóttir
Þorkell Heiðarsson