27.apríl 2021

Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur

Fundargerð 27.apríl 2021

Fundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu. Fundurinn hófst kl. 14.13. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.

 1. Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 20. apríl lögð fram til samþykktar.
  1. Samþykkt.
 2. Vinna við hönnun aðgengislausna. Umræða.
  1. Í vinnslu.
 3. Val á verktökum. Umræða.
  1. Er í vinnslu. Búið að gera verðkönnunargögn.
 4. Áframhaldandi kortlagning USK á stöðum þar sem hægt er að bjóða húseigendum aðgengislausnir.
 5. Er í vinnslu. Gögn komin um Laugaveg frá Snorrabraut og niður í Bankastræti. Önnur svæði eru í vinnslu hjá USK í takti við forgangsröðun stjórnar.
 6. Tilhögun þess að hafa samband við húseigendur og þeim boðið að sækja um í sjóðinn eða samvinna við eigendur/rekstaraðila um framkvæmdir á borgarlandi.
  1. Þorleifur er búinn að finna einstakling sem safnar saman í eitt skjal öllum gögnum um verslunarhúsnæði og eigendur þess á Laugavegi.
 7. Umsóknir í sjóðinn.
  1. Tekin voru fyrir erindi frá Horninu, Rakarastofu Ragnars og Harðar og Tryggvagötu 16. Fundarritara falið að tilkynna umsækjendum um að umsóknunum sé hafnað að sinni á grundvelli forgangsröðunar stjórnar aðgengissjóðs.
  2. Fundarritari óskar eftir nánari upplýsingum frá Laugavegi 15.
 8. Samvinna við USK. Umræða.
 9. Samvinna við HMS. Umræða.
  1. Ekkert nýtt hefur komið í ljós milli funda.
 10. Heimasíða verkefnisins.
  1. Rætt um að setja inn verkferla fyrir umsækjendur og fara yfir framsetningu á styrktaraðilum á heimasíðunni (logo).
 11. Samfélagsmiðlar.
 12. Þorleifur kemur Ósk í samband við einstakling sem kemur til greina við að halda utan um efni á samfélagsmiðlum.

 13. Skipulagsskrá og verkefni tengd henni.
 14. Samband við stofnaðila sjóðsins.
 15. Búið að senda bréf á stofnaðila varðandi innborgun í sjóðinn.

 16. Samvinna við Deloitte og söfnun framaga frá stofnendum í sjóðinn.
 17. Ákveðið að gjaldkeri og formaður biðji um fund með Deloitte.

 18. Samþykkt.
 19. Önnur mál.

Engin önnur mál voru rædd á fundinum.

Fundi slitið kl. 15.27

Þorleifur Gunnlaugsson

Ósk Sigurðardóttir

Þorkell Heiðarsson