30. mars 2021

Fundur stjórnar Aðgengissjóðs Reykjavíkur, 30.3.2021. Kl. 14:00. Hátúni 12. 2. hæð.

Mætt: Ósk, Þorleifur og Þorkell (sem ritar fundargerð)

 1. Síðasta fundargerð lögð fyrir og hún samþykkt.
 2. Verkaskipting stjórnar. Ákveðið að Þorkell Heiðarsson gegni hlutverki ritara í stjórn í stað meðstjórnanda. Þorleifur gegnir eftir sem áður stöðu formanns og Ósk gjaldkera.
 3. 100 rampar á einu ári.
  1. Umræða um verkefnið og nauðsynlega verkferla.
  2. Farið yfir verkáætlun sem kom frá Haraldi. Breytingar gerðar á upphaflegri áætlun út frá núverandi stöðu.
  3. Ósk og Þorkell fara yfir ferla innan RVK.
  4. Ákveðið að leggja megináherslu á lausnir 25 cm og lægri til að byrja með

3. Skipulagsskrá.

Farið yfir einstakar athugasemdir frá sýslumanni. Almenn sátt við breytingar en greinar 4, 8 og 9 þarfnast þó nánari skoðunar og bregðast þarf við ats. sýslumanns hvað þær varðar. Í samtali Þorleifs við fulltrúa Sýslumanns kom m.a. fram að:

 1. Ljóst að ca. mánuður mun líða frá því að endanleg stofnskrá er lögð fram þar þar til stofnun verður staðfest í Stjórnartíðindun
 2. Stjórn er heimilt að starfa á eðlilegan hátt þó skipulagsskrá hafi ekki verið staðfest og birt. Hún vinnur þá skv. samþykkt borgarráðs um skipan stjórnar.
 3. Endurskoðandi þarf að gera greinargerð varðandi stofnfé á formi annars en peninga til að það sé tekið gilt í skipulagsskrá, sem framlag

4. Kennitala, heimilsfang sjóðsins ofl.

Þorleifi falið að sækja um pósthólf fyrir sjóðinn í stað heimilsfangs, sem líklega bíður þess þó að kt. verði úthlutað þegar öllum formsatriðum skráningar er fullnægt.

5. Úttekt á svæðum m.t.t. aðgengis og ákvörðun stjórnar um að byrja á hindrunum, 25 cm og lægri.

 1. Rætt um möguleikann á að fá sumarstarfsfólk og eða annað starfsfólk í úttektir sem og sjálfboðaliða s.s. frá ÖBÍ og Sjálfsbjörg. Þarf nánari skoðun m.t.t. tímasetninga og hvaða verkefnum nákvæmlega slíkt starfsfólk gæti sinnt.
 2. Ákveðið að kalla eftir þeim úttektum sem hafa verið gerðar á þessu svæði, bæði hjá RVK og ÖBÍ. (Ósk og ÞH).
 3. Þetta tefji þó ekki vinnu við þá þarfagreiningu sem þarf að fara fram í samræmi við verkáætlun stjórnar.
 4. Þeir sem geta halda áfram greiningarvinnu með göngutúr í miðbænum, n.k. fimmtudag

6. Endurskoðun og bókhald

 1. Deloitte hefur boðist til að sinna endurskoðun og bókhaldi fyrir sjóðinn án endurgjalds sem er mikil búbót fyrir verkefnið og eflir traust útávið.
 2. Ósk sér um samskiptin og verður með prófkúru.

7. Aðgengissjóður og samfélagsmiðlar.

 1. Ósk fer yfir hvað hún hefur gert í þessum málum. Almenn ánægja með þetta framtak.
 2. Þrjár síður komnar, FB, LinkedIn og Instagram.

8. Val á verktökum og hönnuðum.

 1. Æskilegt að vera með sem fæsta hönnuði og verktaka og í góðri samvinnu við USK til að tryggja skilvirkni, hagkvæmni og samfellu.
 2. Fulltrúar i stjórn hafa þegar fundað með/talað við, 4 verktaka
 3. Í næstu viku er áæltað að funda með VSÓ varðandi hönnun en fyrirtækið starfar nú að verkefnum fyrir RVK (ÞH)
 4. og ÍAV sem mun gera fyrsta ramp/upphækkun verkefnisins við Kokku á Laugarvegi samkvæmt Hönnun Páls Hjaltasonar, arkitekts

9. Verkefni frá síðasta fundi.

 1. Forgangsröðun – gátlisti (í vinnslu)
 2. Samvinna við HMS – Þorleifur boðar fund með þeim.
 3. Ferli umsókna – í vinnslu Ósk og ÞH.
 4. Umsóknir – Anna klárar að gera stöðluð svör.

10. Önnur mál. Ósk útbýr drive möppu fyrir gögn og fundargerðir.