Fundur stjórnar Aðgengissjóðs Reykjavíkur, 30.3.2021. Kl. 14:00. Hátúni 12. 2. hæð.
Mætt: Ósk, Þorleifur og Þorkell (sem ritar fundargerð)
- Síðasta fundargerð lögð fyrir og hún samþykkt.
- Verkaskipting stjórnar. Ákveðið að Þorkell Heiðarsson gegni hlutverki ritara í stjórn í stað meðstjórnanda. Þorleifur gegnir eftir sem áður stöðu formanns og Ósk gjaldkera.
- 100 rampar á einu ári.
- Umræða um verkefnið og nauðsynlega verkferla.
- Farið yfir verkáætlun sem kom frá Haraldi. Breytingar gerðar á upphaflegri áætlun út frá núverandi stöðu.
- Ósk og Þorkell fara yfir ferla innan RVK.
- Ákveðið að leggja megináherslu á lausnir 25 cm og lægri til að byrja með
3. Skipulagsskrá.
Farið yfir einstakar athugasemdir frá sýslumanni. Almenn sátt við breytingar en greinar 4, 8 og 9 þarfnast þó nánari skoðunar og bregðast þarf við ats. sýslumanns hvað þær varðar. Í samtali Þorleifs við fulltrúa Sýslumanns kom m.a. fram að:
- Ljóst að ca. mánuður mun líða frá því að endanleg stofnskrá er lögð fram þar þar til stofnun verður staðfest í Stjórnartíðindun
- Stjórn er heimilt að starfa á eðlilegan hátt þó skipulagsskrá hafi ekki verið staðfest og birt. Hún vinnur þá skv. samþykkt borgarráðs um skipan stjórnar.
- Endurskoðandi þarf að gera greinargerð varðandi stofnfé á formi annars en peninga til að það sé tekið gilt í skipulagsskrá, sem framlag
4. Kennitala, heimilsfang sjóðsins ofl.
Þorleifi falið að sækja um pósthólf fyrir sjóðinn í stað heimilsfangs, sem líklega bíður þess þó að kt. verði úthlutað þegar öllum formsatriðum skráningar er fullnægt.
5. Úttekt á svæðum m.t.t. aðgengis og ákvörðun stjórnar um að byrja á hindrunum, 25 cm og lægri.
- Rætt um möguleikann á að fá sumarstarfsfólk og eða annað starfsfólk í úttektir sem og sjálfboðaliða s.s. frá ÖBÍ og Sjálfsbjörg. Þarf nánari skoðun m.t.t. tímasetninga og hvaða verkefnum nákvæmlega slíkt starfsfólk gæti sinnt.
- Ákveðið að kalla eftir þeim úttektum sem hafa verið gerðar á þessu svæði, bæði hjá RVK og ÖBÍ. (Ósk og ÞH).
- Þetta tefji þó ekki vinnu við þá þarfagreiningu sem þarf að fara fram í samræmi við verkáætlun stjórnar.
- Þeir sem geta halda áfram greiningarvinnu með göngutúr í miðbænum, n.k. fimmtudag
6. Endurskoðun og bókhald
- Deloitte hefur boðist til að sinna endurskoðun og bókhaldi fyrir sjóðinn án endurgjalds sem er mikil búbót fyrir verkefnið og eflir traust útávið.
- Ósk sér um samskiptin og verður með prófkúru.
7. Aðgengissjóður og samfélagsmiðlar.
- Ósk fer yfir hvað hún hefur gert í þessum málum. Almenn ánægja með þetta framtak.
- Þrjár síður komnar, FB, LinkedIn og Instagram.
8. Val á verktökum og hönnuðum.
- Æskilegt að vera með sem fæsta hönnuði og verktaka og í góðri samvinnu við USK til að tryggja skilvirkni, hagkvæmni og samfellu.
- Fulltrúar i stjórn hafa þegar fundað með/talað við, 4 verktaka
- Í næstu viku er áæltað að funda með VSÓ varðandi hönnun en fyrirtækið starfar nú að verkefnum fyrir RVK (ÞH)
- og ÍAV sem mun gera fyrsta ramp/upphækkun verkefnisins við Kokku á Laugarvegi samkvæmt Hönnun Páls Hjaltasonar, arkitekts
9. Verkefni frá síðasta fundi.
- Forgangsröðun – gátlisti (í vinnslu)
- Samvinna við HMS – Þorleifur boðar fund með þeim.
- Ferli umsókna – í vinnslu Ósk og ÞH.
- Umsóknir – Anna klárar að gera stöðluð svör.
10. Önnur mál. Ósk útbýr drive möppu fyrir gögn og fundargerðir.