4. maí 2021

Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur

Fundargerð 4. maí 2021

Fundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu. Fundurinn hófst kl. 14.08. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.

  1. Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 27. apríl lögð fram til samþykktar.
  2. Samþykkt.

  3. Tímalína og framgangur verkefnisins
  4. Kortlagning umhverfis- og skipulagssviðs
  5. Er enn í vinnslu.

  6. Hönnun
  7. Formaður hefur fundað með hönnuði verkefnisins. Hönnun á römpum 15 cm og lægri er nú í vinnslu. Frágangur á römpum inn í þröskulda enn í skoðun.

    Stjórn samþykkir að fara í framkvæmdir vegna rampa við eftirfarandi húsnúmer við Laugaveg:  Laugavegur 95, 96, 94, 92, 90, 88, 86, 91, 85, 84, 78, 76 og 74.

  8. Val á verktökum og verkefni þeirra. Vinna, tæki og efni.
  9. Formanni falið að ganga til samninga við verktaka um gerð rampa.

  10. Samband við húseigendur/rekstarraðila
  11. Nú er verið að tala við húseigendur á Laugavegi og verkefninu almennt vel tekið.

  12. Umsóknir í sjóðinn og svör við þeim.
  13. Umsókn frá Galllerí Fold frestað.

    Stjórn Aðgengissjóðs samþykkir umsókn frá barnafataversluninni Móa. Ritara falið að svara umsókninni og hafa samband við hönnuð vegna hennar.

  14. Útgáfa og kynning
    1. Heimasíða verkefnisins
    2. Verklagsreglur komnar inn á heimasíðu og merki stofnaðila lagfærð.

    3. Samfélagsmiðlar
      1. Erindi tekið fyrir frá Lofti Atla Eiríkssyni varðandi dagskrárgerð Hauks Hákonar fyrir samfélagsmiðla Aðgengissjóðs. Erindinu er fagnað og verkefninu vísað til gjaldkera sem jafnframt stjórnar samfélagsmiðlum. Samþykkt.
    4. Samband við stofnendur sjóðsins
    5. Sent hefur verið bréf á stofnendur sjóðsins varðandi framgöngu verkefnisins. Aftur verður haft samband við þá þegar búið er að ráða verktaka.

  15. Skipulagsskrá og verkefni tengd henni
  16. Verið að safna framlögum frá stofnendum þannig að Deloitte geti staðfest þau við Sýslumann, sem er lokahnykkurinn i að hann geti samþykkt skipulagsskrá.

  17. Samvinna við Deloitte.
  18. Ákveðið að halda fund með Deloitte í vikunni.

    Samþykkt.

  19. Önnur mál
  20. Engin önnur mál voru rædd.

Fundi slitið kl. 15.35

Þorleifur Gunnlaugsson

Ósk Sigurðardóttir

Þorkell Heiðarsson