5. október 2021

Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur

Fundargerð 5. október 2021

Fundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Fundurinn hófst kl. 13.42. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Ósk Sigurðardóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.

 1. Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 22. september 2021 lögð fram til samþykktar.
 2. Samþykkt.

 3. Fjárhagsleg staða verkefnisins.
 4. Fjárhagsleg staða á áætlun.

 5. Verkáætlun – 100 rampar fyrir 1. nóvember 2021.
 6. 91 rampur hefur verið kláraður og búið er að teikna 100 rampa.

 7. Afhending „mini rampa“ og límmiða.
 8. Afhending hefur ítrekað tafist vegna vanefnda Áberandi. Búið er að ýta á eftir að framleiðsla verði kláruð.

 9. Umsóknir um rampa
  1. Djúpidalur ehf., Fosshálsi 13.
  2. Umsókninni hafnað að sinni með vísan í forgangsröðun sem tilgreind er í verklagsreglum sjóðsstjórnar.

 10. Blaðamannafundur vegna loka verkefnisins.
  1. Staður og stund
  2. Stefnt á lokahóf í Iðnó miðvikudaginn 3. nóvember frá 10.30 – 11.30 með sama sniði og upphafshóf verkefnisins, ef hægt er.

  3. Dagskrá
  4. Stofnaðilar verkefnisins sitja fundinn.

   Stefnt á erindi frá:

   Forseta Íslands

   Forsætisráðherra

   Borgarstjóra

   Haraldi Þorleifssyni

 11. Fundur með Deloitte – reikningslegt uppgjör sjóðsins.
 12. Áætlaður fundur um miðjan október.

 13. Önnur mál
  1. Fundir í október.
  2. Stefnt á vikulega fundi fram að lokum verkefnisins. Fundir verða haldnir þriðjudaginn 12. október kl. 14, miðvikudaginn 20. október kl. 14 og þriðjudaginn 26. október kl. 14.

  3. Ársskýrsla. Ársskýrslan verður vefsíða en ekki á prentformi. Fundargerðir verða birtar undir hlekk á síðunni. Fyrir og eftir myndir af römpum verða einnig á síðunni.
  4. Ljósmyndari. Formaður leggur til að ráðinn verði ljósmyndari fyrir 150 þús. kr. til að taka myndir af öllum römpum í verkefninu og þær unnar.
  5. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 14.50

Þorleifur Gunnlaugsson

Ósk Sigurðardóttir

Þorkell Heiðarsson