7. september 2021

Stjórn Aðgengissjóðs Reykjavíkur

Fundargerð 7. september 2021

Fundurinn var haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Fundurinn hófst kl. 14.10. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Þorkell Heiðarsson, Bergur Þorri Benjamínsson og Ósk Sigurðardóttir. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.

  1. Fundargerð stjórnar Aðgengissjóðs frá 20. ágúst 2021 lögð fram til samþykktar.
  2. Samþykkt.

  3. Fjárhagsleg staða verkefnisins
  4. Útséð er að síðustu 20 ramparnir verði kostnaðarsamari en hinir 80 en allt útlit er fyrir að hægt verði að greiða fyrir gerð 100 rampa. Gjaldkeri mun fara fram á reikning fyrir hvern ramp fyrir sig ásamt tímaskýrslu.

  5. Verkáætlun. 100 rampar fyrir 10 mars 2022 og staðir sem stjórn leggur áherslu á að klárist fyrir lok átaksins.
  6. Stefnt er á lok verks fyrir 1. nóvember.

  7. Afhending „mini rampa“ og límmiða.
  8. Búið að afhenda alla „mini rampa“ og límmiða sem hægt er að afhenda. Þorkell ýtir á að framleiðsla klárist á fleiri „mini römpum“ og límmiðum sem verða afhentir við fyrsta tækifæri.

  9. Vakin athygli á rampi nr. 80 á samfélagsmiðlum.
  10. Stefnt á að vígja ramp nr. 80 við Rossopomodoro á Laugavegi.

  11. Umsóknir um rampa
    1. Áskirkja
    2. Hafnað að sinni með vísan í forgangsröðun verkefnisins.

    3. Maikai, Kolagötu 1
    4. Hafnað með vísan í umsögn hönnuðar.

    5. Kramhúsið
    6. Óskað eftir að hönnuður skoði inngang Skólavörðustígsmegin nánar og/eða ræði við rekstraraðila um málið.

    7. Omnom, Hólmaslóð
    8. Hafnað að sinni með vísan í forgangsröðun verkefnisins.

    9. Gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar
    10. Hafnað með vísan í svar hönnuðar.

  12. Önnur mál
    1. Styrkur frá Ölgerðinni. Umræða
    2. Styrkur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna aðgengismála. Umræða

Fundi slitið kl. 15.25

Þorleifur Gunnlaugsson

Ósk Sigurðardóttir

Bergur Þorri Benjamínsson

Þorkell Heiðarsson