Römpum upp Reykjavík

image

Inngangur stofnanda

Það var fallegt sumarkvöld og við fórum saman, ég og konan mín og börnin okkar tvö, í labbitúr upp Laugarveginn. Míró, sonur minn, varð þyrstur á leiðinni þannig að við stoppuðum þegar við sáum búð.

Ég sá strax að það var trappa. Bara ein en hún var frekar há. Of há fyrir mig til að komast inn á hjólastólnum. Næstu fimm mínúturnar sat ég einn fyrir utan búðina á meðan þau fóru inn. Ég sat og horfði á þessa tröppu. Þessa einu tröppu sem skildi mig og fjölskylduna mína í sundur.

100 rampar á einu ári

Tilgangur Aðgengissjóðs Reykjavíkur var að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum í Reykjavík. Markmiðið var að byggja 100 rampa á einu ári. Það tókst á átta mánuðum.

Þessi vefur er með öllum upplýsingum um hvernig þetta var framkvæmt. Það er m.a. hægt að skoða alla rampa, finna myndir og teikningar fyrir þá sem vilja nýta sér þau gögn sér að kostnaðarlausu. Það er líka hægt að fara yfir verklagsreglur, fundargerðir og skýrslu stjórnar.

Stofnaðilar

Stofnfé sjóðsins eru framlög einstaklinga, fyrirtækja, samtaka og stofnana sem vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra í Reykjavík.

image

Efnisyfirlit:

Inngangur stofnanda
Ramp database
Verklegar upplýsingar
Myndefni
Römpum upp Ísland
Hafa samband